Fósturtalningar hjá ám og gemlingum
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að sauðfjárbændur láti telja fóstur í ám og gemlingum. Slíkt gera bændurnir í þeim tilgangi að geta skipulagt betur sauðburðinn en ekki síður til að flokka féð í viðeigandi fóðrunarhópa fram að sauðburði. Slíkt nýtir betur fóður og gefur jafnari fæðingarþunga lamba. Með talningunni geta bændur líka haft vissu fyrir hvaða gemlingar og/eða ær hafi í raun misst fóstur ef staðfesting liggur fyrir að fóstur hafi verið til staðar í talningunni. Best er að telja fóstrin á bilinu 45 til 90 dögum eftir fang eða á tímabilinu frá febrúarbyrjun fram í miðjan mars.
Eftirfarandi aðstöðu þarf bóndi að hafa til staðar:
- Skoðunarmenn þurfa að fá til afnota utanyfirfatnað (skóbúnað og regnbuxur) meðan á fangskoðuninni stendur!
- Best er að til taks séu við skoðunina á hverjum bæ, tveir aðilar auk skoðunarmanns!
- 1-3 grindur þurfa að vera til taks!
- Féð er skoðað í þar til gerðu búri (líkt vog) Talsvert mikið atriði er að aðstæðum sé þannig fyrir komið að ekki þurfi að færa skoðunarbúnaðinn, t.d. á milli króa!
- Ef skoða á í fleiri en einu fjárhúsi á bænum þarf að vera fyrir hendi dráttarvél eða kerra til að flytja búnaðinn þar á milli. (Búnaðurinn er ekki tekinn upp í okkar flutningstæki fyrr en eftir fullnægjandi þrif/sótthreinsun á hverjum bæ!)
- Aðgangur að rafmagni þarf að vera fyrir hendi! (framlengingarsnúra)
- Aðgangur að vatni við þrif eftirá, þarf að vera fyrir hendi!
- Merkjasprey þarf bóndi að hafa til taks til þess að merkja t.d. þrílembur og einlembur eða gelda/einlembda/tvílembda gemlinga.
Nánari upplýsingar gefa:
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir,
Ljótarstöðum, Skaftártungu,
Símar: 866- 0790 eða 487-1362.
Elín Heiða Valsdóttir,
Úthlíð, Skaftártungu,
Símar: 848-1510 eða 487-1363
Netfang: elinhv@simnet.is
Pantanir á fangskoðun þurfa að berast sem fyrst svo skipuleggja megi skoðunina á svæðinu í heild.