Frá aðalfundi BSSL
Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl mættu 35 fulltrúar frá 28 aðildarfélögum.var Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þar sem formaður flutti skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði reikninga og starfsemi BSSL . Niðurstaða reikninga er rúm milljón í hagnað og rekstrartekjur upp á 292 milljónir. Sigurður Eyþórsson fór yfir helstu mál sem voru til umfjöllunar á Búnaðarþingi og mál sem eru á borði Bændasamtakanna. Þá fór Runólfur Sigursveinson yfir verkefni og starfsemi RML. Á fundinum störfuðu; fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd og fagmálanefnd.
Kosið var um tvo stjórnarmenn og tvo í varastjórn úr Rangárvallasýslu til næstu þriggja ára.
Aðalmenn voru kosnir Ragnar Lárusson í Stóra-Dal með 31 atkvæði og Erlendur Ingvarsson í Skarði með 29 atkvæði.
Varamenn voru kosin Borghildur Kristinsdóttir í Skarði með 26 atkvæði og Sigurður Sæmundsson Skeiðvöllum með 16 atkvæði.