Frá Sauðfjársæðingastöðinni
Í vor komu 5 nýjir hrútar á stöðina. Hér má sjá forystuhrútinn Ama frá Vestralandi sem er gráblesóttur að lit, Fald frá Hriflu sem er mórauður, undan Blakki 07655 frá Álftavatni og Radix, svartflekkóttan frá Möðruvöllum en hann er fæddur á Hjarðarfelli. Radix er undan Lokki 09752. Þá komu líka Drumbur svartur að lit frá Gilsbakka Öxarfirði en fæddur á Bjarnastöðum undan Blika 09-153 og Kölski, hvítur hyrndur frá Svínafelli Öræfum en hann er eins og nafnið gæti bent til undan Púka 06-807. Frekari kynning á þeim sem og öðrum nýjum hrútum sem koma á stöðvarnar fer fram í haust.