Fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi
Fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.30 í fundarsal MS að Austurvegi 65 á Selfossi.
Dagskrá:
- Meiri mjólk – staða og horfur. Guðmundur Jóhannesson nautgriparræktarráðunautur RML
- Meiri mjólk – betri fóðrun. Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, fóðurráðgjafar hjá RML
Fundarstjóri verður Valdimar Guðjónsson formaður Félags kúabænda á Suðurlandi.
Sunnlenskir kúabændur eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum.