Fræðslufundur FKS
Fimmtudaginn 12. janúar mun Félag kúabænda á Suðurlandi halda fræðslufund. Fundurinn verður í sal MS Selfossi og hefst kl 14.00. Aðalefni fundarins verður um erfðamengisúrval (genomic selection).
Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt mun segja frá verkefni þessu tengdu sem er að byrja, möguleikum á flýtingu erfðaframfara og svara spurningum.
Fundurinn er í framhaldi af fundi félagsráðs FKS og er opinn kúabændum.
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi.