Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna færir norskum kollegum þakkir

Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ávarpaði í gær aðalfund norsku bændasamtakanna, Norges Bondelag sem stendur yfir í Lillehammer. Í ræðu sinni fór Eiríkur yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi nú um stundir og tæpti á helstu málum sem hafa verið og eru í forgrunni í vinnu Bændasamtaka Íslands. Lýsti hann sérstaklega baráttu Bændasamtakanna gegn ESB-aðild og þakkaði Norges Bondelag fyrir stuðning í þeirri baráttu.

Eiríkur nefndi einnig fjármálakreppuna sem ríkir hér á landi og hefur haft veruleg áhrif á lífsafkomu margra bænda. Ekki væri til að bæta úr skák að eldgos hefði hafist í Eyjafjallajökli í ofanálag sem hefði ollið gríðarlegu tjóni og orðið til þess að grípa þyrfti til mjög róttækra aðgerða til stuðnings bændum á Suðurlandi. Þakkaði hann norskum bændum fyrir þeirra myndarlega fjárhagsstuðning vegna eldsumbrotanna sem yrði nýttur til að kosta afleysingaþjónustu fyrir bændur.

Hér má sjá viðtal norska bændablaðsins Bondebladet við Eirík.


back to top