Fundur í stjórn Stóra Ármóts ehf. 21. jan. 2011

Stjórnarfundur Stóra Ármóts ehf haldinn 21. janúar 2011


Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Egill Sigurðsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Eiríksson, og Jón Jónsson sátu fundinn ásamt Sveini Sigurmundssyni framkvæmdastjóra.

Guðbjörg og Sveinn greindu frá fundi sem þau héldu með Grétari Hrafni tilraunastjóra, verktökunum þeim Hildu og Höskuldi og Gunnari frá Túnsbergi. Á fundinum var m.a fjallað um stöðu búsins, tilraunaverkefni, helstu framkvæmdir og endurvekja tilraunanefndina sem stuðning við tilraunastarfið.


1. Staða Stóra Ármóts.
Afurðir hafa vaxið og eru nærri 7.000 lítrar eftir árskú. Tilraunaverkefnið kvígur 24 hefur gengið vel. Kvígur bera við 2ja ára aldur en það ásamt afurðaaukningunni gerir það að verkum að geldneytarýmið er nægjanlegt. Síðustu árin hafa verið framleiddir nærri 300 þúsund lítrar á búinu og því var ákveðið að gera tilboð í mjólkurkvóta á fyrsta útboði kvótamarkaðarins í desember sl. Boðið var 280 kr/lítra í 15.000 lítra. Í hlut Stóra Ármóts komu 6.627 lítrar. Framleiðsluréttur búsins er því 263.266 lítrar. Miklar umræður urðu um framkvæmd kvótamarkaðarins og mismunandi leiðir lánastofnana gagnvart gjaldtöku fyrir bankaábyrgðir.


2. Endurvakning tilraunanefndar.
Guðbjörg greindi frá þeirri hugmynd að endurvekja tilraunanefndina en við sameiningu RALA og LbhÍ leið hún undir lok. Áhugi er á að fá LK að borðinu með 2 fulltrúa, LbhÍ með 2 fulltrúa og BSSL myndi skipa 2 fulltrúa. Tilraunastjórinn myndi kalla nefndina saman og stjórna fundum. Umræður urðu um nauðsyn á að nýta búið sem best með tilliti til jarðræktartilrauna.


3. Útiskjól fyrir nautgripi.
Rætt var um að gera gott útiskjól fyrir nautgripi.


4.  Opið hús og heimsóknir á búið.
Stjórnin lýsti ánægju sinni með opið hús á Stóra Ármóti í fyrra og taldi æskilegt ef hægt væri að bjóða bændum og öðrum í heimsókn a.m.k. einu sinni á ári. Framkvæmdastjóra var falið að höfðu samráði við tilraunastjóra að kanna hvort flötur væri á að hafa opið hús á tilraunabúinu á útmánuðum. Um leið væri kjörið að kynna starfsemi Búnaðarsambandsins.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson fundarritari


back to top