Fundur vegna siðareglna við kynbótasýningar

Fundur vegna siðareglna við kynbótasýningar 2.12.2013

Mættir Sveinn Steinarsson, María Þórarinsdóttir, Gunnar Arnarsson, Viðar Steinarsson, Ólafur Þórisson, Katrín Sigurðardóttir, Helgi Eggertsson, Anton P. Níelsson og Sigríkur Jónsson.

Sveinn setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Kynnti efni fundar sem er drög að siðareglum vegna kynbótasýninga. Fagráð í hrossarækt hefur farið þess á leit við stjórn HSS að lesa yfir og koma með tillögur og athugasemdir.

Breytingartillaga:
Starfsmenn skulu viðhalda og auka faglega þekkingu eftir því sem þekking eykst í greininni. Ef vafi leiki á hvort dómari sé hæfur til starfa skeri fagstjóri búfjárræktarsviðs úr um það.

Dómari víki úr dómnefnd hafi hann greitt knapa fyrir tamningu, þjálfun og eða sýningar.

Símanotkun dómara er óheimil á meðan hross er í dómi.

Ef eitthvað ber út af við dómsstörf ber formanni dómnefndar að tilkynna það til ábyrgðarmanns hrossaræktar.

Fundurinn fagnar þeirri viðleitni að lækka lágmörk fyrir klárhross á LM.

 


back to top