Lágmarksverð mjólkur
Afurðastöðvarverð meðalmjólkur til framleiðenda er 80,43 kr lítrinn. Gildir frá 1. júlí 2012.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júlí 2011 – 30. júní 2012: 77,63 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. feb. 2011 – 30. júní 2011: 74,38 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 – 31. jan. 2011: 71,13 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 31. mars – 1. nóv. 2008: 64,00 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. jan.- 31. mars 2008: 49,96 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv.- 31. des. 2007: 49,26 kr/l.
Efnainnihald meðalmjólkur.
Efnainnihald meðalmjólkur (grundvallarmjólkur) fyrir verðlagsárið 2012 er eftirfarandi:
Fita = 4,10 % og Prótein = 3,33 %.
Vægi efnaþátta í afurðastöðvarverði mjólkur er eftirfarandi:
Fita = 25% og prótein = 75%
Verð á hverri fitu- og próteineiningu er því eftirfarandi:
Fita 4,9043 kr/ein. og prótein 18,1149 kr/ein.
Útreikningur á verði til framleiðenda verður því eftirfarandi:
(4,9043 * F%) + (18,1149 * P%) = kr. á lítra mjólk.
(4,9043 * fitueiningar í mánuðinum) + (18,1149 * próteineiningar í mánuðinum) = Samtals greitt fyrir mjólk innlagða í mánuðinum.
Beingreiðslur
Beingreiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa beingreiðslna, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Beingreiðslur á verðlagsárinu 2012 verða 5.160 m.kr. og greiðslumark mjólkur er 114.500.000 lítrar. Beinar greiðslur á verðlagsárinu 2012 verða því að jafnaði 45,07 kr/ltr. Dreifing beingreiðslna og fráviksmörk skulu vera með eftirfarandi hætti:
a) |
47,67% beingreiðslna skal greiða greiðslumarkshöfum óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 90% greiðslumarks á tímabilinu. Greiða skal 1. hvers mánaðar, 1/12 hluta, í fyrsta sinn 1. janúar 2012. |
|
b) |
35,45% beingreiðslna skal greiða greiðslumarkshöfum eftir framleiðslu allt að greiðslumarki hvers framleiðanda. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2012. |
|
c) |
16,88% beingreiðslna skal ráðstafa til greiðslumarkshafa, vegna framleiðslu innan greiðslumarks, eftir einstökum mánuðum, samkvæmt neðanfelldri töflu. |
Janúar |
0% |
Febrúar |
0% |
Mars |
0% |
Apríl |
0% |
Maí |
0% |
Júní |
0% |
Júlí |
10% |
Ágúst |
15% |
September |
15% |
Október |
20% |
Nóvember |
20% |
Desember |
20% |