Mjólk – reiknilíkön
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA – REIKNILÍKÖN
Afurðastöðvarverð mjólkur er greitt eftir prótein% annars vegar og fitu% hins vegar og skiptist hlutfallið þannig að 75% afurðarstöðvarverðsins er greitt eftir próteininnihaldi og 25% eftir fituinnihaldi. Á verðlagsárinu 2011 er viðmiðunarverð mjólkur frá 1.júlí 2011, 77,63 kr/l og miðast við að próteinið sé 3,34% og að fitan sé 4,09%. En um hvaða fjárhæðir erum við að tala á hverju búi? Reiknið sjálf fyrir ykkar bú…
Hvaða máli skiptir próteinið í mjólkinni? – BSSL
Hvaða máli skiptir efnainnihald mjólkur? – BSSL
Nú um stundir er algengt að kúabændur skipti út um þriðjungi af mjólkurkúnum árlega og fylgir því óhjákvæmilega verulegur kostnaður. Hér er að finna Excel-líkan sem nota má til að finna út hver kostnaðurinn er við að ala upp kvígu, þar til hún er komin að burði.
Hvað kostar að búa til mjólkurkú? – BÍ
ATHUGIÐ!
Til að nota líkönin þarf töflureiknirinn Excel að vera uppsettur í tölvunni hjá þér. Ef Excel er ekki uppsettur í tölvunni hjá þér er hægt að bjarga sér með „Excel viewer“.