Skráning og uppgjör sæðinga

Upplýsingar um árangur úr sæðingunum gefa mikilvægar upplýsingar um t.d. frjósemi, sæðisgæði, árangur eftir sæðingamönnum og stöðvum o.s.frv. Það er því mikilvægt að sæðingar séu skráðar sem allra fyrst.

Hægt er að skrá eða senda þessar upplýsingar inn á tvo mismunandi vegu:

1. Skráning sæðingadagbóka 

Að afloknum sæðingum eru viðeigandi blöð send til skráningar hjá búnaðarsamböndum á viðkomandi svæði. Einnig má nota excel-töflu sem hægt er að ná í hér á heimasíðunni -> Dagbók fyrir sauðfjársæðingar

2. Skráning í fjarvis.is

  1.  Skráið ykkur inn á www.fjarvis.is .
  2.  Veljið <SKRÁ sæðingu=““>í „Skrá sæðingu“ í <SKRÁ sæðingu=““>valröndinni vinstra megin (sjá mynd).

Skráið kennitölu sæðingamanns, sæð.dags., hvort ærin/ærnar var/voru samstillt/ar eða ósamstillt/ar, tegund sæðis, hrút og svo þær ær sem voru sæddar þennan dag með áður völdum hrút. Þetta er svo endurtekið fyrir hvern sæðingadag, sæðingamann og hrút þar til allar sæðingar hafa verið skráðar.

  

back to top