Sauðféð á Stóra Ármóti
Á Stóra-Ármóti er rekið lítið sauðfjárbú samhliða tilraunabúinu í nautgriparækt. Á vetrarfóðrum eru yfirleitt rúmlega 60 ær, um 20 lambgimbrar og 2-3 lambhrútar.
Féð nýtist til tilrauna og prófana, t.d. varðandi fóðrun, húsvist, sjúkdóma og sæði. Þá hafa oft verið framkvæmdar afkvæmarannsóknir á búinu auk þess sem iðulega eru haldin námskeið fyrir sauðfjársæðingamenn á staðnum.