Garðyrkjubændur anna varla eftirspurn

Verð á útiræktuðu grænmeti hefur haldist nokkuð stöðugt að undanförnu og virðist allt útlit fyrir að svo verði áfram. Margir muna þá tíð að verð á grænmeti var í hæstu hæðum þegar fyrsta uppskeran barst inn á markað um mitt sumar, en lækkaði síðan töluvert þegar fór að líða á uppskerutímann. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er sá tími að mestu liðinn. Vissulega verði alltaf einhverjar sveiflur á verði grænmetis eftir árstíðum, en sveiflurnar verði ekki eins miklar og áður þekktist.

Skýringanna er fyrst og fremst að leita í því að eftirspurn eftir íslensku grænmeti hefur aukist á umliðnum misserum, m.a. sökum þessa hefur framboð í mörgum tilfellum rétt svo náð að anna eftirspurninni, framleiðslukostnaður hefur aukist, m.a. vegna aukins launakostnaðar og vökvunar beða og geymsluaðferðir hafa batnað með þeim árangri að auðveldara er að stýra framboðinu á markað.


back to top