Gestum fjölgaði en heimsóknum fækkaði á bssl.is á síðasta ári
Heimsóknum á vefsíðu Búnaðarsambandsins fækkaði á síðasta ári frá árinu 2010 en hins vegar fjölgaði þeim sem heimsóttu vefinn. Alls heimsóttu 20.139 vefinn á árinu 2011 samanborið 19.621 árið áður. Hins vegar fækkaði heimsóknum eins og áður sagði og námu þær alls 155.561 borið saman við 181.843 árið 2010. Síðuflettingum fækkaði einnig milli ára eða úr 432.159 á árinu 2010 í 355.858 á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessari fækkun er ef til vill sú að fréttir á bssl.is birtast einnig á facebook-síðu Búnaðarsambandsins og svo geta menn einnig nálgast þær með appi í farsímann hjá sér.
Mestra vinsælda nutu fréttir og tilkynningar af kynbótasýningum hrossa en þegar þær standa yfir er vefurinn mikið notaður.
Hrútaskráin var eins og áður vinsæl með 4.335 flettingar en var með 3.255 flettingar á árinu 2010 og upplýsingasíða okkar um kynbótasýningar hrossa var skoðuð 3.762 sinnum (2.866 sinnum árið áður).
Af einstökum vefhlutum nýtur hrossaræktin mestra vinsælda með 7.455 flettingar, þa´sauðfjárræktin með 5.796 flettingar og nautgriparæktin var með 4.269 flettingar.
Greinilegt er að notkun vefsins færist meira yfir í það form að menn leita í auknum mæli eftir faglegum upplýsingum en áður en minna eftir fréttum enda framboð frétta á vefnum gríðarlega mikið og samkeppni á þeim vettvangi sívaxandi.