Glærur frá ráðstefnu um nautgriparækt 30. nóv. s.l.

Fagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni sem haldin var í Bændahöllinni var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins, breytingar á áherslum í ræktunarstarfinu á undanförnum árum, nýjungar í kynbótum og nýjar leiðir, kynbætur á grundvelli upplýsinga um erfðamengi, árangur skipulagðrar blendingsræktar, ræktunarstarf í nálægum löndum o.fl. Glærur frá ráðstefnunni eru nú aðgengilegar á heimasíðu Bændasamtakanna.

Sjá nánar:
Glærur og annað fylgiefni frá ráðstefnu í nautgriparækt 30. nóvember 2011


back to top