Gleði og gaman á degi sauðkindarinnar
Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 16. október s.l. Efstu lambhrútar og veturgamlir hrútar af svæðinu frá Markarfljóti að Þjórsá sem dæmdir höfðu verið í heimasveit komu á sýninguna og var þeim raðað upp á nýtt. Hér á eftir má sjá úrslitin og nokkrar myndir frá deginum.
Efstu lambhrútarnir voru:
Nr 19 Stálasonur frá Eggert Pálssyni Kirkjulæk. BML
Nr 11 Kveikssonur frá Jóni Guðmunssyni Berjanesi. BML
Nr 85 Bogasonur frá Vigni og Lovísu Hemlu II. BML
Efstu veturgömlu hrútarnir voru:
Dóri, Papasonur frá Bjarnastöðum í Öxarfirði, eigandi Gunnar Jóhannsson Árbæ. BML 37 og alls 88 stig
Limmi Lundason frá Teigi II í Fljótshlíð, eigendur Guðni og Arna. BML 37 og alls 87 stig
Börkur Tindsson frá Meiri-Tungu, eigandi Ketill Gíslason. BML 37 og alls 86,5 stig
Haldin var keppni um best gerðu gimbrina á svæðinu. Tvær efstu gimbrarnar voru frá Guðna og Örnu í Teigi II og þriðja gimbrin var frá Berjanesi í V-Landeyjum.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu fimm vetra ána í Rangárvallasýslu og hlaut þau ærin 04-042 frá Skarði í Landsveit.
Þá voru veitt verðlaun fyrir ræktunarbú Rangárvallasýslu 2009 og hlutu þau Jens, Auður og fjölskylda að Teigi I í Fljótshlíð.
Á sýningunni var fé frá nokkrum ræktendum og voru þar fjölbreyttir litir og ýmis önnur sérkenni. Talsvert af lömbum skipti um eigendur á sýningunni. Dómarar voru starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands, Fanney Ólöf Lárusdóttir og Hermann Árnason sem einnig var kynnir samkomunnar.
Verðlaun voru útskornir gripir eftir Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskot, gefnir af Búaðföngum.
Björk Rúnarsdóttir Svínhaga var með sýningu á ýmis konar ullarvinnslu.
Nokkur býli gátu ekki komið með úrvalsgripi á sýninguna þar sem sjúkdómar hafa komið upp á síðustu árum. Rétt er að geta um Raftholt í Holtum sem ávann sér rétt til að koma með sex lambhrúta og tvo veturgamla hrúta á sýninguna. Einnig er Markarfljót varnarlína og geta Eyfellingar því ekki komið með fé.
Eggert á Kirkjulæk með besta lambhrútinn. |
Guðmundur Bæringsson með efsta veturgamla hrútinn. |
Fjölskyldan í Teigi með verðlaun sem ræktunarbú Rangárvallasýslu 2009. |
Myndir: Einar G. Magnússon.