Góðir fundir um fjarvis.is

Dagana 31. janúar og 1. febrúar s.l var Þórey Bjarnadóttir ásamt þeim Jóni Viðari og Jóni Baldri frá BÍ með fundi um skýrsluhaldskerfið www.fjarvis.is. Einn fundur var í hverri sýslu og var þátttaka bænda góð. Jón Baldur fór yfir þróun kerfisins og hvaða verkefni væru framundan. Jón Viðar fór vel yfir skýrslurnar sem vinna má úr kerfinu og útskýrði fyrir fundarmönnum BLUP kynbótamatið og hvað það hefur mikið gildið í ræktunarstarfinu.
Eftir fyrirlestrana var farið vítt og breitt yfir kosti og galla kerfisins, hvað mætti bæta og hvað væri að virka vel. Fundarmenn komu vel undirbúnir á fundina og fengu fyrirlesarar nóg af efni til að vinna úr. Nauðsynlegt er að halda svona fundi með bændum til að sjá hvernig þeir eru að nota sér kerfið og hvernig þeir vilja að þróunin verði á fjarvis.is. Kerfið á að vera þannig hannað að það nýtist bóndanum vel í sínu starfi og einnig í ræktunarstarfinu sem heild.


back to top