Gömul landbúnaðarverkfæri á nýjum frímerkjum

Þann 27. mars sl. komu út frímerki sem minna á tæknisögu sveitanna: Þau sýna Ólafsdalsplóg, Þúfnabanann, Jarðýtu IHC TD6 og gráan Ferguson með vagnsláttuvél. Frímerkin hannaði Hlynur Óskarsson en Landbúnaðarsafn veitti nokkur ráð við gerð þeirra. Sjá má allar tegundirnar fjórar með því að smella hér eða á síðunni www.postur.is

International Harvester jarðýtan frá 1943 var fyrsta beltavélin með ýtutönn sem reynd var við jarðvinnslu hérlendis. Tala má um byltingu í túnrækt og vegagerð með tilkomu jarðýtunnar.


Snemma árs 1949 kom fyrsta Ferguson dráttarvélin til Íslands. Með henni mátti fá margvísleg vinnutæki, t.d. sláttuvél, plóg, herfi o.s.frv. Þessi dráttarvélagerð er líklega sú sem mest hefur selst hérlendis.



Árið 1880 tók fyrsti búnaðarskóli á Íslandi til starfa. Þetta var einkaskóli Torfa Bjarnasonar í Ólafdal við Gilsfjörð. Torfi kynnti nemendum sínum lítt þekkt ræktunartæki, m.a. skoskan plóg sem hann breytti þannig að betur hentaði íslenskum jarðvegi og hestum. Áhrifum skólans má þakka mikið af því sem ávannst um jarðyrkju á Íslandi á fyrstu tugum 20. aldar.


Þúfnabaninn var ætlaður til jarðvinnslu eins og nafnið bendir til. Hann er einn af sex slíkum vélum sem fluttar voru til landsins á árunum 1921-1927. Hérlendis voru þúfnabanarnir einkum notaðir við túnasléttun.


Hlynur Ólafsson, grafískur hönnuður teiknaði frímerkin en verðgildi þeirra er 85 kr og 110 kr.


back to top