Gosvirkni hefur heldur minkað
Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur heldur minnkað undanfarna daga sem getur bent til þess að kraftur í gosinu fari minnkandi. Þetta sagði Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, á stöðufundi í morgun. Steinunn sagði að þar sem skyggni hefur verið slæmt sé erfiðara að segja til um gang gossins þó sjá megi á radarmyndum frá Landhelgisgæslu Íslands, að gosmökkurinn sé töluvert minni en að undanförnu. Samkvæmt þeim hafi hann farið niður í þrjá kílómetra í gær, þó svo hann hafi farið upp í sex til sjö kílómetra hæð.
Ekki er búist við eðjuflóðum af þeirri stærðargráðu sem kom niður Svaðbælisá í gær og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri. Það mun því ekki koma til rýmingar bæja undir Eyjafjöllum en þó er enn varað við því að vera á ferli í hlíðum Eyjafjalla. Þetta kom fram á upplýsingafundi í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í morgun.
Flóðið í gær kom til vegna yfirborðsösku úr hlíðum Eyjafjallajökuls, en til þess að aurfljóð myndist þarf aska að innihalda 20% – 30% vatn, og líkist það líkist helst fljótandi steypu. Þó svo hliðstæðir atburðir geti átt sér stað á öðrum vatnasvæðum jökulsins er ekki talið að flóð verði af sömu stærðargráðu.