Greiðslur vegna búvöruframleiðslu óbreyttar en skerðingar á öðrum liðum

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 og er það nú í meðförum Alþingis. Það er því ekki úr vegi að kíkja á helstu liði sem snerta landbúnaðinn sérstaklega. Greiðslur vegna búvöruframleiðslu verða óbreyttar frá gildandi fjárlögum að raunvirði og munu nema 11.131 m.kr. á komandi ári. Almennar verðlagsbreytingar nema alls 530 m.kr. Undir þennan málaflokk falla greiðslur vegna mjólkurframleiðslu, greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu og greiðslur vegna grænmetisframleiðslu. Greiðslur vegna búvörusamninga taka breytingum samkvæmt samkomulagi sem gert var á milli ríkisins og Bændasamtakanna í apríl 2009. Samkvæmt því verða framlög óbreytt frá fyrra ári en verðlagsbætur ársins verða hins vegar 5%.






































Rekstrargrunnur

Reikningur 2010
m.kr.


Fjárlög 2011
 m.kr.


Frumvarp 2012
m.kr.


Breyting frá fjárl.
 %


Breyting frá reikn.
 %

Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu

5.649,0


 5.811,0


6.102,0


5,0


8,0

Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu

4.165,0


4.307,0


4.522,0


5,0


8,6

Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu

457,2


483,0


507,0


5,0


10,9

Samtals

10.271,2


10.601,0


11.131,0


5,0


8,4



Framlög í sjóði í þágu landbúnaðarins
Heildarfjárveiting til málefnaflokksins lækkar um 4,4 m.kr. frá gildandi fjárlögum þegar frá eru taldar almennar verðlagsbreytingar en þær nema alls 27,6 m.kr. og að þeim meðtöldum hækka útgjöldin um 23,2 m.kr. milli ára. Fjárveiting málefnaflokksin nemur því 2.841,5 m.kr. þar af eru 2.343,4 fjármagnaðar með mörkuðum tekjum ríkissjóðs. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að draga úr útgjöldum málaflokksins sem nemur 15,4 m.kr. í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Þá koma fram ný tilefni fyrir útgjaldaskuldbindingum sem samtals auka útgjöldin um 11 m.kr.
Undir þennan lið falla Bændasamtök Íslands, Búnaðarsjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, verðmiðlun landbúnaðarvara, Fóðursjóður, Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins, Fiskræktarsjóður, greiðslur vegna riðuveiki og Bjargráðasjóður. Búnaðarsjóður og Fóðursjóður eru genumstreymissjóðir þar sem innheimta búnaðargjalds fer í gegnum Búnaðarsjóð og innheimta fóðurgjalda eða tolla í gegnum Fóðursjóð.































































































Rekstrargrunnur

Reikningur 2010
m.kr.


Fjárlög 2011
 m.kr.


Frumvarp 2012
m.kr.


Breyting frá fjárl.
%


Breyting frá reikn.
%

Bændasamtök Íslands

538,6


398,7


415,8


4,3


-22,8

Búnaðarsjóður

426,8


400,0


400,0


0,0


-6,3

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

142,0


15,3


25,0


63,4


-82,4

Verðmiðlun landbúnaðarvara

383,8


405,0


405,0


0,0


5,5


Fóðursjóður


1.549,5


1.400,0


1.400,0


0,0


-9,6

Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins  

106,5


131,0


127,4


-2,7


19,6

Stuðningur við fiskeldi

31,5

Fiskræktarsjóður

5,8


11,0


11,0


0,0


89,7


Greiðslur vegna riðuveiki


49,1


47,3


47,3


0,0


-3,7

Bjargráðasjóður

200,0


10,0


10,0


0,0


-95,0


Sérstakar greiðslur í landbúnaði


372,1


 


 


 

Samtals    

3.805,7


2.818,3


2.841,5


0,8


-25,3

  

Bændasamtök Íslands. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld dragist saman um 10,5 m.kr. á næsta ári að raungildi. Skýrist það af tveimur tilefnum. Annarsvegar er lögð til 11,8 m.kr. lækkun framlags vegna aðhaldskröfu. Hinsvegar er lögð til 1,3 m.kr. hækkun framlags í samræmi við samning ríkisins og Bændasamtaka Íslands frá 2010 og er um að ræða leiðréttingu þar sem fjárveiting í gildandi fjárlögum er of lág miðað við samning. Aðrar breytingar á fjárheimild liðarins skýrast af launa– og verðlagsreikningi fjárlagafrumvarpsins.


Framleiðslusjóður landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir 9,7 m.kr. hækkun framlags á þennan lið í samræmi við samning ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands frá 2010.


Jarðasjóður og Jarðeignir ríkisins. Gert er ráð fyrir að útgjöld til liðarins lækki um 3,6 m.kr. að raunvirði á næsta ári í samræmi við áform um lækkun ríkisútgjalda.


Hagþjónusta landbúnaðarins
Hagþjónusta landbúnaðarins verður lögð niður um næstu áramót í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Vegna þessa er lagt til að 24,8 m.kr. fjárheimild verði færð yfir á nýjan útgjaldalið; Hagskýrslur og hagrannsóknir um landbúnað. Gert er ráð fyrir að framvegis verði gerðir sjálfstæðir þjónustusamningar um framkvæmd þeirra verkefna sem Hagþjónustan hefur sinnt til þessa. Gert er ráð fyrir því að Landbúnaðarháskóli Íslands taki við verkefnum stofnunarinnar að miklu leyti en í gildi er samningur milli ráðuneytisins og skólans um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar. Ráðgert er að endurskoða þann samning en með því væri hægt að styrkja skólann á sviði landbúnaðarhagfræði og hlúa að kennslu á því sviði. Einnig kemur til álita að gera þjónustusamning við Hagstofu Íslands og Háskóla Íslands að því er fram kemur í skýringum með frumvarpinu.


Hagskýrslur og hagrannsóknir um landbúnað
Um er að ræða nýjan fjárlagalið en óskað er eftir að millifærð verði á hann öll 24,8 m.kr. fjárheimild sem áður rann til Hagþjónustu landbúnaðarins. Á móti kemur að lögð er til 2,5 m.kr. lækkun fjárveitingar vegna áforma um útgjaldaaðhald. Launa– og verðlagsbreytingar liðarins nema 0,1 m.kr.


Matvælastofnun
Heildarfjárveiting liðarins eru áætluð 1.054 m.kr. sem jafngildir 40,8 m.kr. hækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum. Breyting fjárheimildar skýrast af eftirtöldu: Í fyrsta lagi er lagt til að hagrætt verði í starfsemi um 28,2 m.kr. til að mæta markmiðum ríkisstjórnarinnar um samdrátt í útgjöldum. Í öðru lagi er lagt til að niður falli 1,5 m.kr. tímabundið framlag sem veitt var vegna reglugerðar um merkingar og rekjanleiki erfðabreyttra matvæla. Í þriðja lagi er óskað eftir 2,5 m.kr. tímabundnu framlagi til tveggja ára vegna framangreindar reglugerðar. Gert er ráð fyrir að matvæla– og fóðurfyrirtækjum beri að sýna fram á að tiltekin matvara eða fóður innihaldi ekki erfðabreyttar lífverur nema varan sé merkt sem slík. Í flestum tilvikum væri um að ræða matvöru og fóður framleitt í löndum utan Evrópusambandsins. Í reglugerðinni er gert ráð fyrir að Matvælastofnun greiði hluta kostnaðar við rannsóknir og greiningu sýna. Áætlaður kostnaður stofnunarinnar er 1,5 m.kr. á árinu 2011, 2,5 m.kr. á árinu 2012 og 2,5 m.kr. á árinu 2013. Í fjórða lagi er lögð til 51 m.kr. hækkun fjárveitingar vegna breytinga á verkefnum sem fjármögnuð eru með lögboðinni gjaldtöku og því hefur samþykkt tillögunnar ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs. Meðal slíkra verkefna er eftirlit með framleiðslu matvæla en nýlegar lagabreytingar hafa það í för með sér að Matvælastofnun tekur yfir eftirlit með framleiðslu sjávarafurða, sem áður var framkvæmt af einkareknum skoðunarstofnun, og eftirlit með annarri matvælaframleiðslu s.s. kjötvinnslum og mjólkurbúum sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafði sinnt og er áætlaður kostnaður vegna þessa verkefnis um 64 m.kr. á ári. Þá aukast útgjöld stofnunarinnar um 6 m.kr. ári vegna salmonellurannsókna í svínum. Á móti kemur 19 m.kr. lækkun vegna minni kostnaðar við rannsóknir tengdum eftirliti með fóðri. Í fimmta lagi er sótt um 17 m.kr. fjárveitingu í því skyni að tryggja velferð dýra og veita dreifðum byggðum landsins reglubundna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu. Setja þarf reglugerð um hvernig tryggja skuli starfsaðstöðu og greiðslu staðaruppbótar og/eða ferðakostnaðar dýralæknis sem tekur að sér að veita slíka þjónustu og er undirbúningur að setningu reglugerðarinnar hafinn. Áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður vegna þessarar þjónustu verði 57 m.kr. á ári en Matvælastofnun hefur nú þegar 40 m.kr. fjárheimild til ráðstöfunar í þessi verkefni. Aðrar breytingar á fjárheimild liðarins má rekja til launa– og verlagsbóta sem nema samtals 68,9 m.kr.


Sjá nánar:
Fjárlagavefurinn


back to top