Guðbjörg Jónsdóttir er nýr formaður BSSL

Nýkjörin stjórn Búnaðarsambands Suðurlands fundaði f.h. í dag en sem kunnugt er voru þau Guðbjörg Jónsdóttir á Læk og Gunnar Kr. Eiríksson í Túnsbergi kjörin í stjórn á aðalfundi BSSL 18. apríl s.l.
Á fundinum skipti stjórnin með sér verkum þannig að Guðbjörg Jónsdóttir er formaður, Egill Sigurðsson er varaformaður, Guðni Einarsson er ritari og Ragnar Lárusson og Gunnar Kr. Eiríksson eru meðstjórnendur.
Þetta er í fyrsta skipti í 100 ára sögu Búnaðarsambandsins sem kona situr í stjórn og má segja vel við hæfi að í upphafi nýrrar aldar í starfsemi sambandsins setjist kona í formannsstólinn.

Búnaðarsamband Suðurlands óskar Guðbjörgu til hamingju með embættið og býður þau Guðbjörgu og Gunnar hjartanlega velkomin til starfa með óskum um gott og farsælt samstarf.


back to top