Háarsláttur á Stóra-Ármóti
Bændurnir á Stóra-Ármóti tóku saman hánna í gær í blíðskaparveðri, eins og fjöldi bænda víða um land. Hirtir voru 30 ha af vel sprottinni há. Meðfylgjandi myndir tók Reynir Pálmason, sem aðstoðaði við hirðingu, svo allt gengi fljótt og vel.