Hækkun á klaufskurði

Hækkun á klaufskurði
Á árinu 2012 var tap á rekstri klaufskurðarbásins sem nemur 600 þúsundum.  Á síðasta stjórnarfundi Búnaðarsambandsins var ákveðið að hækka gjaldskrá  fyrir klaufskurð frá og með 1. mars að telja. Timagjald verður kr 5000,- á mann og komugjald óháð vegalengdum 15.000,- kr. Þorsteinn Logi Einarsson og Birkir Þrastarson sjá um klaufsnyrtingu fyrir Kynbótastöð Suðurlands. Þeir bændur sem áhuga hafa á að láta snyrta klaufir kúa sinna hafi samband við Þorstein Loga í síma 867-4104 og eða í netfangið thorsteinn82@simnet.is.  Þá er líka hægt að panta klaufskurð á skrifstofu Búnaðarsambandsins. Rannsóknir á áhrifum klaufskurðar á afurðir og velferð kúa í nágrannalöndum okkar sýna ótvíræðan árangur. 


back to top