Hækkun sæðingagjalda
Nú um áramótin hækka sæðingagjöld á grip úr 5.100 kr/ári í 5.520 kr/grip á ári. Ástæður eru verðlagshækkanir m.a. á sæði og sæðingavörum og ekki síst launahækkanir. Bú sem er með 50 gripi borgar því 276.000 kr/ári í sæðingagjöld sem er hækkun um 21.000 kr/ári eða 3.500 kr við innheimtu sem er annan hvern mánuð. Gripafjöldi á búi er endurskoðaður út frá fjölda árskúa á hverju búi um áramót að viðbættum 25 % vegna mögulegra kvígusæðinga. Bú með 40 árskýr reiknast því með 50 gripi og gjaldið reiknað út frá því.