Hæst dæmdu hrútarnir í Rangárvalla- og Árnessýslu
Nú þegar haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er lokið birtum við hér niðurstöður úr Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Rangárvallasýslu voru í fyrsta sæti Álfhólar, öðru sæti var Teigur 1, þriðja sæti var Stóri-Dalur, fjórða sæti voru Ytri-Skógar og í fimmta sæti var Hemla 2. Í Árnessýslu var Háholt efst, í öðru sæti voru Brúnastaðir, í því þriðja var Björk 2, í fjórða sæti voru Litlu-Reykir og í því fimmta var Þverspyrna. Hér fyrir neðan má sjá töflur yfir lambhrútana og efstu hrútana í Blup kynbótamati.
Lambhrutar-Rangarvallasysla-2014