Hættan af innflutningi á ferskum matvælum

Hættan af innflutningi á ferskum matvælum er yfirskrift fundar sem verður í Þingborg fimmtudaginn 18. maí n.k. kl. 20.30.  Á fundinum flytja erindi sérfræðingar í fremstu röð og gera grein fyrir þeim hættum sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landsins. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, en erindi verða:

„Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum?“ – Karl G. Kristinsson, prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landpítalans.

„Núverandi sjúkdómastaða er auðlegð sem okkur ver að verja.“ – Vilhjálmur Svarnsson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.


back to top