Haraldur Benediktsson hættir sem formaður BÍ

Haraldur Benediktsson hefur ákveðið að hætta sem formaður Bændasamtaka Íslands á komandi búnaðarþingi, sem sett verður 3. mars næstkomandi. Ástæðan er sú að Haraldur mun sitja í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Það er því ljóst að nýr formaður Bændasamtakanna verður kjörinn á búnaðarþingi.
Haraldur hefur verið formaður Bændasamtakanna frá árinu 2004 eða undanfarin níu ár. Búnaðarsamband Suðurlands vill nota tækifærið og þakka Haraldi samstarfið þann tíma sem hann hefur gegnt formennsku BÍ.


back to top