Haraldur Benediktsson hættir sem formaður BÍ
Haraldur Benediktsson hefur ákveðið að hætta sem formaður Bændasamtaka Íslands á komandi búnaðarþingi, sem sett verður 3. mars næstkomandi. Ástæðan er sú að Haraldur mun sitja í öðru sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Það er því ljóst að nýr formaður Bændasamtakanna verður kjörinn á búnaðarþingi.
Haraldur hefur verið formaður Bændasamtakanna frá árinu 2004 eða undanfarin níu ár. Búnaðarsamband Suðurlands vill nota tækifærið og þakka Haraldi samstarfið þann tíma sem hann hefur gegnt formennsku BÍ.