Haustfundir í sauðfjárrækt.

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið, ríflega 150 manns sóttu fundina og sköpuðust þar skemmtilegar umræður.  Á fundunum var farið yfir hauststörfin og hrútakost Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands.  Fundirnir voru styrktir af Sláturfélagi Suðurlands, Fóðurblöndunni og Jötunn vélum.   Þeir sem ekki náðu sér í Hrútaskránna á fundunum geta nálgast hana hér á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands.

Efstu lambhrútarnir í Árnessýslu voru frá Bræðratungu með BML 38.0, Ósabakka 2 með BML 37,5, Vogsósum 2 með BML 37,5, Tóftum með BML 37,5 og Syðra-Langholti með BML 37,0.  Nánar um hæst stiguðu lambhrútana  Arnessysla_BESTU_LHR_2013. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Jötunn véla ehf.

Efstu hrútar í BLUP kynbótamati árið 2013 í Árnessýslu voru, í fyrsta sæti Þróttur frá Auðsholti, í öðru sæti var Hamar frá Brúnastöðum 1, í þriðja sæti var Illugi frá Heiðarbæ 1, í fjórða sæti var Snorri frá Heiðarbæ 1 og í fimmta sæti var Hreinn frá Hlemmiskeiði 2.  Samanburð á stigagjöf milli milli svæða má sjá neðst á síðunni.  Verðlaun í þessum flokki voru í boði Fóðurblöndunnar.

Efstu lambhrútarnir í Rangárvallasýslu voru frá Ytri-Skógum með BML 38,0, Hemlu 2 með BML 37,5, Teigi 1 með BML 37,5, Hólmum með BML 37,5 og Vestra-Fíflholti með BML 37,0. Nánar um hæst stiguðu lambhrútana Rangárvallasýsla BESTU LHR 2013. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Jötunn véla ehf.

Efstu hrútar í BLUP kynbótamati árið 2013 í Rangárvallasýslu voru, í fyrsta sæti Salomon frá Skarði, í öðru sæti var Demantur frá Skarði, í þriðja sæti var Spakur frá Fitjamýri (Raufrarf.2), í fjórða sæti var Rúbín frá Skarði og í fimmta sæti var Korgur frá Skarði. Samanburð á stigagjöf milli milli svæða má sjá neðst á síðunni. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Fóðurblöndunnar.

Efstu lambhrútarnir í Austur-Skaftafellssýslu voru alls 9 sem skiptu með sér efstu 5 sætunum, þeir voru frá Akurnesi, Hlíð, Fornustekkum, Setbergi og Breiðabólsstað 2 Gerði.  Best er að skoða meðfylgjandi töflu til að sjá stigagjöfina í þessum flokki, A-Skaft_BESTU_LHR_2013. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Jötunn véla ehf.

Efstu hrútar í BLUP kynbótamati árið 2013 í Austur-Skaftafellssýslu voru, í fyrsta sæti Gosi frá Ártúni, í öðru sæti var Gustur frá Skálafelli 1, í þriðja sæti var Háski frá Gerði, í fjórða sæti var Kölski frá Svínafelli 2 og í fimmta sæti var Nr. 11-419 frá Holtaseli.  Samanburð á stigagjöf milli milli svæða má sjá neðst á síðunni. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Fóðurblöndunnar.

Efstu lambhrútarnir í Vestur-Skaftafellssýslu voru frá Hraungerði með BML 38,0, Kirkjubæjarklaustri 2 með BML 37,5, Hraunkoti með BML 37,5, Mýrum með BML 37,5 og Fagurhlíð með BML 37,0. Nánar um hæst stiguðu lambhrútana V-Skaft_BESTU_LHR_2013.  Verðlaun í þessum flokki voru í boði Jötunn véla ehf.

Efstu hrútar í BLUP kynbótamati árið 2013 í Vestur-Skaftafellssýslu voru, í fyrsta sæti Steinn frá Borgarfelli 1 og 3, í öðru sæti var Bætir frá Hemru, í þriðja sæti var Kolamoli frá Ketilsstöðum, í fjórða sæti var Nr. 09-521 frá Snæbýli 1 og í fimmta sæti var Stuðull frá Borgarfelli 1 og 3.  Samanburð á stigagjöf milli milli svæða má sjá hér fyrir neðan. Verðlaun í þessum flokki voru í boði Fóðurblöndunnar.

Efstu hrútar í BLUP kynbótamati á Suðurlandi 2013


back to top