Haustskýrslum skal skilað fyrir 20 nóvember
Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember.
Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróffóðursuppskera af hefðbundnum nytjatúnum og leigutúnum ásamt fyrningum og upplýsingum um aðra fóðuröflun og landstærðir.
RML veitir aðstoð við skil á haustskýrslum