Heiðurshryssa Suðurlands 2008
Á folaldasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands þann 25. október s.l. var heiðurshryssa Suðurlands árið 2008 heiðruð en það er Brúða frá Gullberastöðum Hún er í eigu Guðrúnar Helgu Þórisdóttur í Skeiðháholti en fædd Sigrúnu Árnadóttur sem nú býr í Borgarnesi. Brúða er dóttir Ófeigssonarins Snarfara frá Gullberastöðum en móðir hennar Urður er af Hornafjarðarstofni undan Skuggasyninum Baldri frá Bóndhóli. Hún er þannig blanda af skagfirskum og hornfirskum hrossum.
Brúða á 13 skráð afkvæmi auk Gárasonar sem nú gengur með móður sinni en sjö þeirra hafa komið til dóms. Fjögur hafa hlotið einkunn yfir 8.00 en það eru Andvarasonurinn Kolviður með 8,33 í aðaleinkunn, Númasonurinn Húmfaxi með 8,36 í aðaleinkunn og alsystkinin Hrói (aðaleinkunn 8,41) og Bríet (aðaleinkunn 8,01). Þeir Kolviður og Hrói hafa einnig getið sér gott orð á hringvellinum.
Brúða sýndi það á sýnum tíma að hún var sem einstaklingur frábær gæðingur og hefur einnig sýnt mjög góðan árangur sem ræktunarhryssa en hún er 22 vetra og vænta má að enn eigi eftir að koma fram gæðingar fram undan henni.
IS1986235707 Brúða frá Gullberastöðum
Móálóttur,mósóttur/milli- einlitt
F: Snarfari frá Gullberastöðum
Ff. Ófeigur [882] frá Flugumýri
Fm. Kylja [4065] frá Gullberastöðum
M: Urður frá Gullberastöðum
Mf. Baldur [449] frá Bóndhóli
Mm. Héla [3625] frá Gullberastöðum
Eig: Guðrún Helga Þórisdóttir
Rækt: Sigrún Árnadóttir
Hæsti dómur
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum – 1992
Sköpulag 7.80
Hæfileikar 8.40
Aðaleinkunn 8.10
Afkvæmi með dóma – Fjöldi: 7
Afkvæmi Faðir
IS2004287900 – Jódís frá Skeiðháholti IS1998184713 – Aron frá Strandarhöfði
Héraðssýning á Sörlastöðum – 2008
Sköpulag 8.01 Kostir 7.8
Aðaleinkunn 7.88
IS2001287900 – Bríet frá Skeiðháholti IS1990188176 – Hrynjandi frá Hrepphólum
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum – 2006
Sköpulag 8.01 Kostir 8.01
Aðaleinkunn 8.01
IS2000187900 – Húmfaxi frá Skeiðháholti IS1993188802 – Númi frá Þóroddsstöðum
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum – 2006
Sköpulag 7.91 Kostir 8.65
Aðaleinkunn 8.36
IS1997187900 – Kolviður frá Skeiðháholti IS1990184730 – Andvari frá Ey I
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum – 2003
Sköpulag 8.13 Kostir 8.46
Aðaleinkunn 8.33
IS1996187900 – Hrói frá Skeiðháholti IS1990188176 – Hrynjandi frá Hrepphólum
Landsmót 2002 – Vindheimamelar – 2002
Sköpulag 8.09 Kostir 8.63
Aðaleinkunn 8.41
IS1995287900 – Una frá Skeiðháholti IS1988176100 – Svartur frá Unalæk
Síðsumarssýning á Gaddstaðaflötum – 2000
Sköpulag 7.87 Kostir 7.94
Aðaleinkunn 7.91
IS1993187900 – Baldur frá Skeiðháholti IS1988158436 – Hrannar frá Kýrholti
Héraðssýning á Gaddstaðaflötum – 1998
Sköpulag 7.75 Kostir 7.41
Aðaleinkunn 7.58