Heimsókn í kornakra í Gunnarsholti

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 13. júní frá kl. 13:15-16:30  Innheimt verður þátttökugjald af þeim sem mæta í þessar kornskoðanir, 7.500 kr. á mann en aðeins þarf þó að greiða fyrir einn frá hverju búi.
Gunnarsholt á Rangárvöllum, miðvikudag 13. júní kl. 13:15-16:30. Þar verða skoðaðir akrar hjá þremur ræktendum. Byrjað við gamla flugvallarplanið sem er rétt sunnan og vestan við vegamót Rangárvallavegar og Þingskálavegar.
Nánari upplýsingar veita Eiríkur Loftsson, s. 8996422 og Helgi Jóhannesson, s. 8980913, ráðunautar hjá RML.


back to top