Heimsókn norskra holdanautabænda
Síðustu helgina í október komu 27 norskir holdanautabændur ásamt starfsmönnum og framkvæmdastjóra Tyr sem er félagsskapur holdanautabænda í heimsókn til Nautís til að kynna sér innflutninginn á Aberdeen Angus gripunum og heimsækja holdanautabændur. Á fögrum haustdegi var farið með hópinn austur að Sandhóli í Meðallandi þar sem m.a er rekið holdanautabú. Þá var á bakaleiðinni komið við á Þorvaldseyri og Nýjabæ. Þeir holdanautabændur sem hafa lagt til erfðaefnið sem flutt hefur verið inn voru flestir með í för og afar áhugasamir um framvindu verkefnisins. Við fengum ábendingu um nýtt úrvalsnaut til að nota við innflutning á næsta erfðaefni. Nautið heitir Jens av Grani undan áströlsku nauti sem er óskylt öðrum Angus nautum í Noregi og auk þess glæsilega kynbótaeinkunn eða 119.