Hella og SS bjóða bestu kjörin á nautgripakjöti

Samkvæmt verðlíkani Landssambands kúabænda bjóða Sláturhúsið Hellu og Sláturfélag Suðurlands áberandi betri kjör en aðrir sláturleyfishafar hvað nautgripakjöt varðar. Munurinn er 4-5%. Í verðlíkani LK er tekið tillit til flokkunar og meðalþunga sláturgripa á tímabilinu 1. maí 2010 til 30. apríl 2011.
Bið frá innleggsdegi að greiðsludegi er vaxtareiknuð að hálfu með stýrivöxtum SÍ og að hálfu með dráttarvöxtum þess sama banka.

Verðlíkan LK 6. júní 2011


back to top