Hertar kröfur til kynbótahrossa
Ákveðin hafa verið einkunnalágmörk kynbótahrossa fyrir Landsmót 2008. Kröfurnar hafa verið hertar talsvert frá því fyrir Landsmót 2006, eða um fimm stig í hverjum flokki einstaklingssýndra kynbótahrossa. Einnig hafa lágmörk afkvæmasýndra stóðhesta verið hækkuð um tvö stig í aðaleinkunn í kynbótamati. Engar kynbótahryssur verða sýndar með afkvæmum á Landsmóti 2008 en á síðastliðnu ári ákvað Fagráð í hrossarækt að leggja þær af.
Lágmörk einstaklingssýndra kynbótahrossa:
Stóðhestar 4 vetra 8,00.
Stóðhestar 5 vetra 8,15.
Stóðhestar 6 vetra 8,25.
Stóðhestar 7 vetra og eldri 8,30.
Hryssur 4 vetra 7,90.
Hryssur 5 vetra 8,05.
Hryssur 6 vetra 8,15.
Hryssur 7 vetra og eldri 8,20.
Lágmörk fyrir afkvæmasýnda stóðhesta eru:
Heiðursverðlaun: 118 stig í kynbótamati og 50 dæmd afkvæmi eða fleiri.
Fyrstu verðlaun: 118 stig í kynbótamati og 15 dæmd afkvæmi eða fleiri/eða 113 stig í kynbótamati og 30 dæmd afkvæmi eða fleiri.