Heyskapur á Stóra-Ármóti

Í gær og fyrradag var rúllað rúmlega 400 rúllum á Stóra Ármóti. Heyfengur í mjólkurkýrnar næsta vetur er því orðinn nægjanlegur. Vallarfoxgrasið var skriðið eða við það. Fóðurgildi er trúlega aðeins minna að gæðum en þegar best lætur en meira að magni. Fróðlegt verður að sjá útkomu á efnagreiningu hirðingarsýna þegar þær liggja fyrir.


back to top