Hönnun fjósa hefur engum endapunkti náð
Tveir ráðunautar BSSL, þau Jóhannes og Margrét, sóttu námskeiðið Legubásafjós, ný og notuð sem Snorri Sigurðsson, forstöðumaður búrekstrarsviðs á Hvanneyri hélt í gær. Námskeiðið var ágætlega sótt af bændum af Suður-, Vestur-, og Norðurlandi.
Á námskeiðinu fór Snorri m.a. yfir reynslu bænda í 21 nýlegu legubásafjósi á Íslandi en fjósin öll hafði Snorri skoðað og tekið út á sl. þremur vikum. Bæði var um að ræða nýjar byggingar sem hannaðar höfðu verið frá grunni sem legubásafjós en einnig eldri byggingar sem breytt hafði verið í legubásafjós. Í heimsóknum sínum hafði Snorri tekið viðtal við ábúendur um reynslu þeirra og tekið myndir af ýmsu þar sem vel hafði tekist til og einnig því sem tekist hafði miður.Í viðtölunum sögðu bændur almennt að eftir á að hyggja hefðu þeir eytt of stuttum tíma í undirbúning og hugmyndavinnu áður en að framkvæmdum kom. Þó var margt sem tekist hafði afar vel en helstu vankantar í hönnun sneru m.a. að eftirfarandi þáttum:
Í umræðum um vankanta í hönnun/framkvæmd kom einnig fram að nauðsynlegt væri að geta opnað rennihurðirnar utan frá s.s. ef kviknar í eins og nýlegt dæmi frá Sólheimum í Hrunamannahreppi sýndi fram á.
Einnig sagði Snorri frá ráðstefnu fjóshönnuða sem haldið var í Finnlandi á árinu. Þar voru saman komnir margir af helstu fjóshönnuðum á Norðurlöndunum sem miðluðu af reynslu sinni og þekkingu.
Samandregnar niðurstöður þeirra voru á þá leið að árið 2007 er árið sem hætt er að kynna nautgripi fyrir steinsteypu á gólfum en nútíma hönnun gerir ráð fyrir að gúmmímottur þeki alla steypta gólffleti, hvort sem um er að ræða heil gólf eða rimlagólf. Náttúrulegt slit klaufa sé ekki aðalatriði heldur viðurkennd staðreynd að kýr þurfa reglubundinn klaufskurð eins og reiðhestar þurfa reglubundna járningu.