Hrútaskrá 2018-2019 vefútgáfa

Hrútaskráin 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða í næstu viku og verður Hrútaskránni dreift þar, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 20. desember eða samfleytt í þrjár vikur.
Slóð á Hrútaskrá 2018-2019