Hrútaskrá 2019-2020 vefútgáfa
Hrútaskráin 2019-2020 er nú komin vefinn. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML, en efni í skrána er að mestu skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi Birgissyni sem allir starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Hrútafundirnir eru haldnir 20. og 21. nóvember og þá verður prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar dreift og efni hennar kynnt, auk þess verða kaffiveitingar í boði Sláturfélags Suðurlands og verðlaun veitt af Fóðurblöndunni og Jötunn. Sjá nánar um fundina hér neðar á síðunni.
Hér má nálgast Hrutaskrá 2019-2020 pdf
Hrútafundirnir eru á eftirfarandi stöðum:
Miðvikudagur 20. nóvember Hótel Smáratún, Fljótshlíð kl. 13:30
Miðvikudagur 20. nóvember Þingborg í Flóahrepp kl. 20.00
Fimmtudagur 21 .nóvember í Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 13:30
Fimmtudagur 21. nóvember í Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 20:00