Hrútur fóstrar lömb

Það þótti til tíðinda þegar öflughyrnd, kröftuglega vaxin tvílemd ær fór að venja komur sínar í túnin í Ölvisholti síðastliðið haust. Þótti hún heldur sein á sér og hrútsleg á að líta þegar tekið var til við að smala svæðið. Er í réttina í Hrygg var komið blasti sannleikurinn við, þarna var á ferðinni hrútur frá þeim Ólöfu og Steindóri í Hrygg 2 sem hafði tekið í fóstur tvö lömb frá Hjálmholtsbændum og farið með til að ala þau í óbitnu túnin í Ölvisholti. Fylgdu þau honum eftir sem um móður væri að ræða og voru lömbin vel haldin eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hrúturinn góði frá Hrygg 2 með lömbin "sín" frá Hjálmholti.

Hrúturinn góði frá Hrygg 2 með lömbin „sín“ frá Hjálmholti.


back to top