Í dagsins önn endurútgefin
Í dagsins önn, heimildarmynd um forna búskaparhætti hefur nú verið endurútgefin með íslensku og ensku tali. Hljóðblöndun var bætt og íslensk alþýðutónlist sett undir. Þulir eru Dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni og Þórður Tómasson í Skógum á íslenskum texta og Neil Marteinn McMahon á enskum texta. Ensk þýðing var í höndum Matthiasar Kristiansen. Tónlistarflutning annaðist Atli Sævar Guðmundsson og Dóra Gígja Þórhallsdóttir.
Diskarnir eru væntanlegir í sölu á næstu vikum og verða fáanlegir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hægt er að senda fyrirspurnir eða pantanir á netfangið bssl@bssl.is eða helga@bssl.is.