Í mjólkurbað til að mótmæla lágu afurðaverði
Bresk kona, Isla Arendell hefur tekið upp nýstárlegar aðferðir til að mótmæla lágu afurðaverði á mjólk til bænda þar í landi. Hér baðar hún sig í mjólk fyrir framan breska þinghúsið en með mótmælaaðferðinni vill hún koma þeim skilaboðum á framfæri að mjólk er álíka dýr (eða ódýr) úti í búð og vatn á flöskum.
Breskir mjólkurframleiðendur fá nú í sinn vasa aðeins um 24 ISK sem er meira en 25% lægra verð en þeir fengu fyrir 10 árum síðan.
Mótmælin eru ekki síður athyglisverð fyrir þá staðreynd að konan sem um ræðir er meðlimur í stærstu kvennasamtökum á Bretlandi, „National Federation of Womens Institutes“, sem hafa meira en 200.000 meðlimi. Samtökin óttast að verði afurðaverð til bænda ekki hækkað á næstunni muni mjólkurframleiðsla á Stóra-Bretlandi leggjast af innan fárra ára.
Samtökin hafa nú þegar safnað um 72.000 undirskriftum til að styðja baráttu bænda fyrir sanngjörnu afurðaverði mjólkur.