Innheimta vegna skila á haustskýrslum

Samkvæmt lögum um búfjárhald nr 84/2019 ber umráðamanni búfjár að skila haustskýrslu með rafrænum hætti í BÚSTOFNI sem er gagnagrunnur sem inniheldur m.a. tölur um fjölda búfjár eigi síðar en 20. nóvember ár hvert. Að beiðni Atvinnuvegaráðuneytis (sem þessi mál heyra nú undir) skráði starfsmaður BSSl þær upplýsingar sem vantaði fyrir árið 2019 eftir að hafa m.a. tengt saman upplýsingar sem fyrir voru í heimarétt þeirra sem ekki skiluðu skýrslu á tilsettum tíma í Worldfeng við gagnagrunninn BÚSTOFN. Nú hefur Búnaðarsambandið sent út reikninga vegna þeirrar vinnu en samkvæmt gjaldskrá sem ANR samþykkti er það 3500 án vsk kr fyrir hverja skýrslu.

Bréf með nánari skýringum fylgir hér á eftir.

Haustskyrslur-2019-rukkun-skyringar.docx

 

 


back to top