Ísbjörn á Þverárfjallsvegi

Þórarinn Leifsson bóndi í Keldudal í Skagafirði var á ferð um Þverárfjallsveg, milli Sauðárkróks og Skagastrandar í morgun þegar hann sá sér til furðu ísbjörn vera að spóka sig um 100 metra frá veginum. Þórarinn telur að þetta sé fullvaxið dýr sem þar sé á ferð sem rölti í rólegheitum meðfram veginum á fjallinu.

Yfirvöld hafa verið látin vita og líklegt verður að telja að dýrið verði fellt enda á miðjum afrétti bænda.

Þetta kom fram í fréttum RÚV kl. 10.


back to top