Íslenska sauðkindin heiðruð á Flúðum í dag
Flúðaskóli ætlar að heiðra íslensku sauðkindina í dag, á degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember. Þá verður opið hús í skólanum frá 12.30 – 14:00 þar sem boðið verður upp á kjötsúpu og atriði tengd sauðkindinni, auk þess sem verk nemenda munu vera til sýnis. Allir hjartanlega velkomnir.
„Ég geit ekki hvort við drífum í því að hafa lifandi sauðkindur, það hafa komið óskir um það frá nemendum svo það er aldrei að vita, en þeirra verður minnst með fjölbreyttum hætti. Okkur finnst hún eiga skilið þann heiðursess enda lifibrauð margra í okkar sveit og hefur haldið lífinu í okkur Íslendingum í áranna rás. Reyndar er það svo að þetta er nokkurra ára þema þar sem skepnur sem ræktaðar eru hér í sveitinni verða heiðraðar og við ákváðum að byrja á kindinni ekki síst vegna neikvæðrar umræðu á hennar kostnað“, sagði Guðrún Pétursdóttir, skólastjóri Flúðaskóla að því er fram kemur á dfs.is.