Jaki 23402 Angus naut hjá Nautís til sölu

Ákveðið hefur verið að bjóða til kaups nautið Jaka 23402. Hann er í eigu Nautís en var fluttur í vor að Hesti í Borgarfirði ásamt nautinu Lunda 23403. Hugmyndin var sú að taka sæði úr þeim þar og verði af kyngreiningaráformum NBÍ í haust að kyngreina sæðið úr þeim. En nú er komið í ljós að sæðið úr Jaka þolir ekki frystingu þrátt fyrir að sæðisgæði á fersku sæði séu fín. Hann mun því ekki nýtast í þetta verkefni en gæti nýst vel í hjörð og þess má geta að Jaki er með úrvalsgeðslag.  Ástæðan fyrir því að Jaki var sendur að Hesti var að hann er undan nautinu Jens av Grani sem er þekktur fyrir að gefa netta kálfa og léttan burð. Þetta er nýtt útboð og um það gilda sömu reglur og í síðasta útboði. Þær er að finna í Bændablaðinu sem kom út 27 júní sl, 12. tbl. 2024 en þar er líka mynd og lýsing á Jaka. Umsóknir berist á netfangið gunnar@bssl.is í síðasta lagi 5. ágúst


back to top