Jarðarverð hækkar
Þó að jarðarverð sé kannski ekki hátt í Bandaríkjunum á evrópskan mælikvarða heefur það aldrei verið hærra en nú. Meðalverð er nú um 290 þús. krónur á hektara og hefur farið hækkandi undanfarið gagnstætt því sem gerst hefur með lóðir þar.
Tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að á síðustu þremur árum hefur jarðarverð hækkað um 50%. Hæst er jarðarverð í NA-hluta Bandaríkjanna, þ.e. í fylkjunum norður af og í kringum New York þar sem hektarinn kostar um 1,5 milljónir króna.
Eftirspurn eftir landbúnaðarlandi hefur aukist í kjölfar mikillar eftirspurnar eftir hveiti, soja og maís samhliða því að menn sjá fram á að geta hagnast á framleiðslu korns til framleiðslu lífeldsneytis.