Jarðræktarsjóður
Síðasta haust var greiddur styrkur út á annars vegar kornrækt og hins vegar gras- og grænfóðurrækt. Þá voru þetta tveir flokkar með sitt hvorar úthlutunarreglurnar. Nú er búið að sameina þá undir einn styrktarflokk sem er fjármagnaður með eftirfarandi hætti:
Búnaðarlagasamningur – eyrnamerkt kornrækt 13 millj.
Sauðfjársamningur 35 millj.
Mjólkursamningur 82 millj.
Samtals 130 millj.
Reglurnar eru eftirfarandi:
Jarðrækt (korn-, tún- og grænfóðurrækt)
Framlag fæst til sáningar þar sem korn-, tún- og grænfóðurrækt er ætluð til fóðurframleiðslu eða beitar samtals á a.m.k. tveimur hekturum. Uppskera er kvöð. Úttektaraðili sannreynir hvort um sé að ræða góða hefðbundna korn-, tún- eða grænfóðurrækt.
Framlag á ha fyrir hvert bú ræðst af umfangi ræktunar. Gert er ráð fyrir að það verði kr. 15.000 á ha að 20 ha ræktun og 10.000 á ha upp að 40 ha ræktun, en skerðist á hvern ha hlutfallslega ef fjármunir hrökkva ekki til. Ef afgangur verður deilist hann jafnt á alla ræktaða hektara. Aðeins er greitt út á heila ha og venjulegar reglur um upphækkanir gilda.
Til að standast úttekt þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnkort af ræktarlandinu (t.a.m. úr túnkortagrunni BÍ). Umsókn til búnaðarsambanda um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk.
Einnig fæst styrkur útá eftirfarandi þróunar- og jarðabótaverkefni á lögbýlum, sæki menn um úttekt næsta haust:
- Endurræktun vegna aðlögunar að lífrænum búskap
- Beitarstjórn og landnýting
- Viðhald framræslu lands vegna ræktunar
- Kölkun túna
Nánari upplýsingar um reglur og umsóknir má sjá á vef Bænda samtakanna með því að smella hér.
Birt í Bændablaðinu 26. mars 2009