Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur
Á morgun 6. október mun MAST opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur, umsóknafresturinn er til 20. október og verður ekki framlengdur.
Það sem þarf að vera klárt svo umsókn takist er, rétt skráð túnkort og skráning upplýsinga (uppskera ofl.) í jord.is þarf að vera lokið. Mikilvægt er að hafa samband við Búnaðarsamband Suðurlands sem fyrst ef breyta þarf túnkorti. Bændur á svæðinu hafa fengið bréf (þ.e. þeir sem við höfðum netföng hjá) þar sem farið er yfir þá þætti sem þurfa að vera til staðar til að hægt sé að ganga frá umsókn, bréfið má lesa hér fyrir neðan.
Bréfið er svohljóðandi:
Ágæti umráðamaður bújarðar
Jarðabótastyrkir haustið 2017 – ræktunarstyrkir og landgreiðslur
Í Bændablaðinu 7. Sept 2017 (Borgar Páll, bls 53) og Í Bændablaðinu 21. Sept 2017 (Jón Baldur bls. 52) er ítarlega fjallað um umsóknir um jarðabótastyrki á þessu hausti og viljum við benda ykkur á að kynna ykkur vel það sem þar kemur fram.
Tengla inn á þessar greinar má finna hér:
Skýrsluhald í jarðrækt er nú forsenda járðræktarstyrkja og landgreiðslna, Bændablaðinu 7. Sept 2017 (Borgar Páll, bls 53)
Ríkið greiðir bændum í fyrsta skiptið „landgreiðslur“ Bændablaðið 21. sept. 2017 (Jón Baldur bls. 52)
Vegna breytinga og forritagerðar hefur dregist hjá MAST að opna fyrir umsóknir um jarðabótastyrki á Bændatorginu en vonandi opnast fyrir það um helgina.
Eins og komið hefur skýrt fram er algjör forsenda þess að hægt sé að ganga frá nauðsynlegu jarðræktarskýrsluhaldi í forritinu JÖRÐ og síðan sækja um jarðræktarstyrk eða landgreiðslur á Bændatorginu að búið sé að teikna viðkomandi spildur inn á loftmyndagrunn Bændasamtakanna.
Búnaðarsamband Suðulands sér um að teikna túnkort fyrir bændur á sínu svæði og þar sem umsóknarfrestur um jarðabótastyrki rennur út 20. október n.k. þá biðjum við þá sem þurfa að fá teiknaðar fyrir sig spildur að hafa samband við okkur sem allra fyrst svo við getum lokið allri túnkortagerð tímanlega áður en umsóknarfrestur rennur út.
Þetta á einnig við um þá sem hafa sínar spildur nú þegar teiknaðar í loftmyndagrunninn en hafa á þessu ári endurræktað hluta af áður teiknaðri spildu. Þann hluta þarf nú að afmarka sérstaklega í loftmyndagrunninum svo hægt sé að sækja um ræktunarstyrk út á hann.
Rétt er að ítreka:
Ekki verður hægt að skila inn jarðræktarskýrsluhaldi né sækja um ræktunarstyrk eða landgreiðslur fyrir einstakar spildur nema þær hafi verið teiknaðar í loftmyndagrunninn.
Til að hafa samband við okkur er einfaldast að svara þessum pósti en einnig er hægt að hringja í okkur á skrifstofuna í síma 480-1800.
Með góðum kveðjum og von um skjót viðbrögð þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda.
Gunnar Ríkharðsson
gunnar@bssl.is
480-1833
Halla Kjartansdóttir
hk@bssl.is
480-1803