Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun
Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við LBHÍ mun halda námskeið um áburð og áburðarnotkun á Stóra-Ármóti þriðjudaginn 13. nóv. frá kl. 10.00 – 16:30 ef næg þátttaka fæst. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 7. nóvember!
Ástæða er til að hvetja bændur, áburðarsala og aðra áhugasama um að sækja þetta þarfa námskeið.
Nánari lýsing:
Fjallað verður um helstu eðlis- og efnaeiginleika jarðvegs, hvernig þeir eru mældir og hvaða þýðingu þessir eiginleikar hafa fyrir plöntur og jarðvinnslu. Megináhersla er á hvernig jarðvegur geymir og losar næringarefni og vatn. Hlutverk helstu jurtanærandi efna fyrir plöntur verða rifjað upp og sömuleiðis mikilvægi þeirra fyrir búfé. Kalkþörf og kölkun.
Efnasamsetning mismunandi gerða af tilbúnum áburði, eiginleikar við gæðamat áburðar, harka korna og dreifieiginleikar og langtímaáhrif áburðarnotkunar. Forsendur áburðaráætlunar. Mat á áburðarþörf eftir hey- og jarðvegsefnagreiningum.
Magn búfjáráburðar og efnamagn. Nýtingarstuðlar. Fundnar verða “óskablöndur” eftir tilteknum forsendum og leitað leiða til að gegna þeim þörfum. Á námskeiðinu munu skiptast á fyrirlestrar, sýnikennsla og stuttar verklega æfingar.
Umsjón og kennsla: Ríkharð Brynjólfsson
Tími: 13. nóv. Kl. 10:00- 16:30 (8 kennslustundir) Stóra Ármóti (160462007)
Verð: 13.000
Hægt er að skrá sig í gegnum heimasíðu skólans www.lbhi.is undir Námskeið í hægri stiku eða senda á netfangið endurmenntun@lbhi.is – 433 5000/ 433 5033. Staðfesta þarf svo skráningu með því að millifæra 2.500kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.
Við minnum á Starfsmenntasjóð bænda – sjá www.bondi.is en þar má finna úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð. Fyrir skemmstu var kynnt að hver einstaklingur með framleiðslu á lögbýli geti átt þess kost að fá um 22.000 kr á hverju ári til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum, kynnið ykkur því endilega úthlutunarreglurnar og eyðublöðin.