Kaupþing hækkar verðtryggða vexti

Vextir á verðtryggðum innlánum og útlánum Kaupþings hækkuðu um mánaðamótin um allt allt að 0,5 prósentur. Þannig hækka breytilegir kjörvextir verðtryggðra skuldabréfalána um 0,5 prósentur úr 7,5% í 8%. Vextir á íbúðalánum Kaupþings breytast ekki og eru eftir sem áður 4,95%.
Innlánsvextir hækka einnig og hækka vextir á verðtryggðum Bústólpareikningi úr 6% í 6,5% og vextir á Framtíðarreikningi og Lífeyrisbók hækka úr 6,25% í 6,6%.

Bankinn segir, að hækkun á verðtryggðum vöxtum er ákveðin í ljósi þess að raunstýrivextir Seðlabankans, miðað við verðbólgu undanfarinna mánaða, hafi hækkað mikið. Megi þar nefna að nafnstýrivextir Seðlabanka séu 14,25% en síðustu 12 mánuði hefur verðbólga mælst um 5,3%.


back to top